Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 19:42
Brynjar Ingi Erluson
Kristian Nökkvi kom inn af bekknum og skoraði í miklum markaleik
Kristian Nökkvi skoraði fjórða mark Twente
Kristian Nökkvi skoraði fjórða mark Twente
Mynd: EPA
Landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson var á skotskónum í 6-3 sigri Twente á Spakenburg í 32-liða úrslitum hollenska bikarsins í kvöld.

Kristian, sem er fastamaður í byrjunarliði Twente, byrjaði á bekknum í þessum leik, en Twente leiddi með einu marki gegn engu þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Hann kom inn af bekknum í hálfleik og eftir það röðuðu Twente-menn inn mörkum.

Kristian skoraði fjórða markið á 73. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá hinum reynslumikla Ricky van Wolfswinkel, sem skoraði einmitt sjötta mark liðsins í leiknum.

Öruggt og þægilegt hjá Twente sem flýgur áfram í næstu umferð bikarsins.

Klukkan 20:00 verður Nökkvi Þeyr Þórisson í byrjunarliði Spörtu Rotterdam sem heimsækir Willem II.
Athugasemdir
banner