Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Strasbourg
Byrjunarlið Breiðabliks: Ein breyting frá sigrinum
Kristinn Jónsson kemur inn.
Kristinn Jónsson kemur inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir Strasbourg á Stade de Le Meinau klukkan 20:00. Um leik í lokaumferð Sambandsdeildarinnar að ræða og þarf Breiðablik að vinna til að eiga möguleika á sæti í umspilinu.

Breiðablik vann 3-1 sigur á Shamrock Rovers fyrir viku síðan og Ólafur Ingi Skúlason gerir eina breytingu frá því liði.

Kristinn Jónsson kemur inn fyrir Aron Bjarnason sem tekur sér sæti á bekknum. Davíð Ingvarsson, sem var í vinstri bakverði gegn Shamrock, færist upp á vinstri kantinn og tekur stöðu Arons.

Lestu um leikinn: Strasbourg 1 -  0 Breiðablik

Byrjunarlið Breiðabliks
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
44. Damir Muminovic
Athugasemdir
banner