Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er ofarlega á lista Manchester City ef ske kynni að Pep Guardiola hættir sem stjóri liðsins eftir tímabilið.
The Athletic greinir frá en það eru æ fleiri sem halda það að Guardiola sé á sínu síðasta tímabili með City. Hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2016.
The Athletic greinir frá en það eru æ fleiri sem halda það að Guardiola sé á sínu síðasta tímabili með City. Hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2016.
City er að gera plön ef Guardiola hættir og á Maresca aðdáendur innan félagsins. Hann var aðstoðarþjálfari Guardiola og vann í akademíu félagsins áður en hann fór sína eigin leið.
Maresca stýrði fyrst Leicester með mjög góðum árangri og hefur svo verið að gera fína hluti með Chelsea.
Hinn 45 ára gamli Maresca er klárlega ekki eini stjórinn sem kemur til greina en hann verður ofarlega á listanum hjá City.
Athugasemdir



