Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Edda Garðars ekki áfram hjá Breiðabliki
Kvenaboltinn
Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda Garðarsdóttir verður ekki áfram aðstoðarþjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Hún hefur gegnt því starfi undanfarin tvö tímabil en Blikar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn bæði tímabilin auk þess sem liðið varð bikarmeistari í sumar.

Edda og Nik Chamberlain hafa unnið afar vel saman síðustu árin en þau unnu líka saman hjá Þrótti.

Nik hætti sem þjálfari Breiðablik eftir síðustu leiktíð og tók við Íslendingafélagi Kristianstad í Svíþjóð.

Ian Jeffs var ráðinn þjálfari Breiðabliks en samkvæmt heimildum Fótbolta.net var ekki rætt við Eddu um að taka starfið að sér þrátt fyrir frábæran árangur síðustu árin.

Edda er 46 ára gömul og hún spilaði á sínum tíma 103 landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner