Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kallað eftir brottrekstri eftir aðeins tvær vikur í starfi
Wilfried Nancy.
Wilfried Nancy.
Mynd: EPA
Wilfried Nancy hefur aðeins verið stjóri Celtic í Skotlandi í tvær vikur en stuðningsmenn félagsins eru nú þegar farnir að kalla eftir því að hann verði rekinn.

Nancy hefur byrjað hörmulega, innan sem utan vallar hjá Celtic. Hann hefur stýrt liðinu í fjórum leikjum og þeir hafa allir tapast, sem er alls ekki boðlegt hjá félagi eins og Celtic.

Nancy hefur þá alls ekki heillað stuðningsmenn með því hvernig hann hefur komið fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

„Þegar stuðningsmenn snúast alveg gegn stjóranum, þá eru það endalokin. Ég held að við séum ekki langt frá því," sagði Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður Celtic, eftir tap liðsins gegn Dundee United í gær.

Nancy er 48 ára gamall Frakki sem hefur síðustu árin þjálfað í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner