Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var spurður út í atvinnumennsku á Íslandi af frönskum fréttamanni á fréttamannafundi Breiðabliks í gær.
Fjölmiðlamaðurinn vissi að ekki allir á Íslandi væru atvinnumenn, en hann spurði hvort allir í Breiðablii væru atvinnumenn. Höskuldur neitaði því.
Fjölmiðlamaðurinn vissi að ekki allir á Íslandi væru atvinnumenn, en hann spurði hvort allir í Breiðablii væru atvinnumenn. Höskuldur neitaði því.
„Það er ákveðinn kúltúr á Íslandi vil ég meina. Ég var í atvinnumannaliði í Svíþjóð en það var bara einhver sýndarmennska og þetta Breiðablikslið myndi slátra því svo það sé sagt. Það hefur verið þvílíkur uppgangur í standard og ráin klárlega verið hækkuð."
„Kúltúrinn að vera í skóla og vinna með boltanum er ennþá til staðar, en við höfum klárlega fært standardinn á atvinnumannalevel í Breiðabliki - ef miðað er við meðallið í Skandinavíu og jafnvel gott betur," sagði Höskuldur sem var hjá Halmstad í Svíþjóð á árunum 2017-19. Halmstad féll úr úrvalsdeildinni 2017 og endaði í 5. sæti í B-deild 2018.
Blikar mæta Strasbourg í lokaumferð Sambandsdeildarinnar í kvöld, leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma og fer fram á Stade de La Meinau.
Athugasemdir



