Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Strasbourg
Orðaður í burtu frá Blikum - „Hugurinn stefnir alltaf út"
Rætti um sína framtíð og tímabilið hjá Breiðabliki.
Rætti um sína framtíð og tímabilið hjá Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er eitthvað sem við þurfum að halda í og byggja ofan á'
'Það er eitthvað sem við þurfum að halda í og byggja ofan á'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er fullur fókus á leikinn á morgun og svo kemur í ljós hvað gerist'
'Það er fullur fókus á leikinn á morgun og svo kemur í ljós hvað gerist'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Jónsson hefur verið orðaður í burtu frá Breiðabliki í vetur. Hann var í síðasta mánuði orðaður við ÍA.

Arnór Gauti er 23 ára varnarsinnaður miðjumaður sem gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið 2024 og er samningsbundinn út næsta tímabil. Hann hefur byrjað þrjá af fimm leikjum Breiðabliks í Sambandsdeildinni. Lokaumferð Sambandsdeildarinnar fer fram í kvöld, Breiðablik mætir Strasbourg og Arnór Gauti ræddi við Fótbolta.net á hóteli Breiðabliks í gær.

Þú hefur aðeins verið orðaður í burtu frá Breiðabliki, er einhver möguleiki á að þú farir í vetur?

„Er það ekki bara aldrei að segja aldrei? Hugurinn stefnir alltaf út (í atvinnumennsku), núna er fullur fókus á leikinn á morgun og á Breiðablik. Að vera spila á þessu stigi er fullkominn staður til að sýna sig og sanna. Það er eitthvað sem maður horfir í og hefur bakvið eyrað. En númer eitt, tvö og þrjú er að standa sig fyrir liðsfélagana og klúbbinn. Það er fullur fókus á leikinn á morgun og svo kemur í ljós hvað gerist," sagði Arnór Gauti.

Voru á toppnum á 70. mínútu í 18. umferð
Hann var spurður út í tímabilið hjá Breiðabliki, liðið endaði í 4. sæti í deildinni sem voru vonbrigði.

„Deildin var ekki nógu góð, vantaði mikið upp á stöðugleika og við vorum ekki að spila á okkar getustigi fannst mér. Í Evrópu höfum við átt marga góða leiki. Við erum komnir á þann stað að fara í leik á móti Strasbourg með möguleika á að fara á fram. Ef horft er í Sambandsdeildina hefur stígandinn verið góður og góður stöðugleiki í síðustu heimaleikjum. Það er eitthvað sem við þurfum að halda í og byggja ofan á."

„Annars vegar eru þetta ágætlega mikil vonbrigði og hins vegar ágætlega mikil gleði, fullmikið af sveiflum fyrir minn smekk. Það er erfitt að berjast á báðum vígstöðvum og það hefur sýnt sig síðustu ár. Það er áskorun fyrir lið að gera vel á báðum vígstöðvum, við ætluðum okkur að gera það, en það tókst ekki alveg í ár. Við verðum bara að reyna betur næst."

„Við fórum inn í tímabilið með það markmið að komast sem lengst í Evrópu og gera atlögu að titlinum. Fyrri parturinn af Íslandsmótinu var góður, stigasöfnunin var góð og við við toppinn. Það var líka þannig á 70. mínútu á móti Val í 18. umferð, við vorum með sigur í höndunum þar og erum efstir í deildinni. Við enduðum á að tapa þeim leik og þetta fór mjög fljótt frá okkur undir lok tímabilsins. Það má klárlega segja það að við séum hungraðir í að standa okkur enn betur í Evrópu eftir að hafa ekki náð að sýna okkar rétta andlit í deildinni,"
sagði Arnór Gauti.
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Athugasemdir
banner