Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Sá fyrsti til að skora fyrir íslenskt félag í Frakklandi síðan 1966
Höskuldur skoraði mark Blika
Höskuldur skoraði mark Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson náði merkum áfanga er hann jafnaði metin fyrir Breiðablik gegn Strasbourg í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Strasbourg 3 -  1 Breiðablik

Blikar lentu 1-0 undir snemma leiks á móti Strasbourg er Sebastian Nanasi skoraði með laglegu skoti eftir klaufagang í vörn Blika.

Blikar ætluðu að ekki að gefa upp drauminn um að komast áfram í næstu umferð og náðu að jafna metin á 37. mínútu er Kristinn Jónsson kom boltanum fyrir og var það Ágúst Orri Þorsteinsson sem náði snertingu áður en boltinn var laus og mætti Höskuldur síðan og kláraði með góðu skoti.

Markið sem Höskuldur skoraði fer í sögubækurnar hér á Íslandi, en hann er fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt félag í Frakklandi síðan Hörður Markan gerði annað mark KR-inga í 5-2 tapi fyrir Nantes í Evrópubikarnum í október árið 1966.

Staðan er enn 1-1 þegar um það bil fjörutíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma en Blikar þurfa sigur til þess að komast í umspilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner