Gary Martin er eins og margir að lesa bókina um Ólaf Jóhannesson, einn farsælasta fótboltaþjálfara Íslands.
Bókin kom út á dögunum en Ingvi Þór Sæmundsson skrifar hana. Bókin fjallar um þjálfaraferil Óla Jó.
Bókin kom út á dögunum en Ingvi Þór Sæmundsson skrifar hana. Bókin fjallar um þjálfaraferil Óla Jó.
Gary kemur við sögu í bókinni en hann spilaði undir stjórn Óla í skamma stund hjá Val. Gary birtir mynd úr bókinni á samfélagsmiðlum sínum í dag og skrifar:
„Maður eins og Óli Jó. Takk fyrir að minnast á mig í bókinni þinni. Ég myndi segja að 75% sé satt og hitt..."
Í brotinu sem Gary birtir þá segir Óli meðal annars að einhverjir leikmenn hjá Val hafi verið orðnir þreyttir á Gary þar sem hann talaði stanslaust. Óli talar meðal annars líka um það að Gary hafi farið á bak við sig með því að tala við blaðamann.
Hér fyrir neðan má sjá brotið sem Gary birtir. Gary spilaði með ÍA, KR, Víkingi Reykjavík, Val, ÍBV, Selfossi og Víkingi Ólafsvík hér á landi. Hann er í dag leikmaður Hebburn Town á Englandi.
Athugasemdir






