Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Isak besti leikmaður ársins í Svíþjóð - „Viðburðaríkt og eftirminnilegt ár“
Mynd: Sænska fótboltasambandið
Alexander Isak, framherji Liverpool og sænska landsliðsins, er besti leikmaður ársins í Svíþjóð, en þetta er í fyrsta sinn sem hann hreppir verðlaunin.

Þessi 26 ára gamli framherji hlaut verðlaunin fyrir frábæra frammistöðu með Newcastle United á síðustu leiktíð, en hann átti stóran þátt í að vinna enska deildabikarinn með liðinu sem var fyrsti stóri titill liðsins í 70 ár.

Isak skoraði 27 mörk og gaf 6 stoðsendingar með Newcastle sem kom sér í Meistaradeild Evrópu.

Hann var seldur fyrir 125 milljónir punda til Liverpool í sumar, sem er metfé í ensku úrvalsdeildinni, en ekki náð sér á strik með Englandsmeisturunum og aðeins skorað tvö mörk í fimmtán leikjum.

„Það er afar þýðingarmikið fyrir mig að hljóta þessi verðlaun, enda virtustu einstaklingsverðlaun sænska boltans. Þetta er mikill heiður fyrir mig.“

„Ef ég ætti að súmmera upp fótboltaárið 2025 þá var það mjög viðburðaríkt. Fagnaði mörgum sigrum, en það voru líka bakslög. Þetta var samt mjög viðburðaríkt og eftirminnilegt ár,“
sagði Isak.


Athugasemdir
banner
banner