Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fim 18. desember 2025 12:02
Kári Snorrason
Kári Árna: Elías klárlega nafn sem við erum að skoða
„Ég spilaði aðeins með honum í landsliðinu og sá hvers hann var megnugur.“
„Ég spilaði aðeins með honum í landsliðinu og sá hvers hann var megnugur.“
Mynd: NAC Breda
Kári Árnason ásamt Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings.
Kári Árnason ásamt Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, segir Elías Má Ómarsson vera leikmann sem liðið sé að skoða. Elías Már er leikmaður Meizhou Hakka í Kína, liðið féll úr úrvalsdeildinni um helgina, en hann er samningsbundinn liðinu fram á næsta sumar.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar, sagði í samtali við Fótbolta.net nýverið að hugur leikmannsins leitaði heim.

Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason um leikmannamál Víkings, lengra viðtal við Kára verður birt á síðunni síðar í dag.

„Elías er auðvitað gríðarlega spennandi leikmaður. Mikil gæði, ég spilaði aðeins með honum í landsliðinu og sá hvers hann var megnugur.

Ég skildi ekki hvers vegna hann var ekki meira í landsliðinu, hann var kannski full ungur það var mögulega ástæðan. En það er klárlega nafn sem við erum að skoða.“


Hefur Víkingur rætt við hann?

„Ég hef rætt lauslega við umboðsmanninn hans, Ólaf Garðarsson.“

Sigurður Egill og Jónatan Ingi
Uppaldni Víkingurinn Sigurður Egill Lárusson er samningslaus, er það leikmaður sem þið skoðið?

„Ég held að allir Víkingar myndu vilja fá son sinn aftur heim. En við erum gríðarlega vel settir í vinstri bakverði með Helga. Svo getur Sveinn Gísli spilað vinstri bakvörð sem og Tarik (Ibrahimagic). Svo það er erfitt að segja til um það.“

Jónatan Ingi Jónsson framlengdi nýverið við Val. Fyrir það voru miklar umræður um að hann væri á förum frá Hlíðarenda. Kári var spurður hvort að það hafi einhvern tímann verið inn í myndinni að fá Jónatan í Víkina.

„Ég talaði aðeins við umboðsmanninn hans og athugaði hvort að þetta væri möguleiki. Svo var ljóst að það væri ekki í boði þannig að við fórum ekkert lengra með það,“ sagði Kári að lokum.
Athugasemdir
banner