Víkingur Ólafsvík hefur samið við spænska kantmanninn Naim Aaras um að spila með liðinu á komandi ári.
Naim er 22 ára kantmaður sem býr yfir miklum hraða. Hann kemur til Víkings frá CD El Alamo þar sem hann hefur spilað með Gonzalo Zamorano, fyrrum leikmanni Víkings.
Naim er 22 ára kantmaður sem býr yfir miklum hraða. Hann kemur til Víkings frá CD El Alamo þar sem hann hefur spilað með Gonzalo Zamorano, fyrrum leikmanni Víkings.
„Naim er væntanlegur til landsins á nýju ári og mun vafalaust styrkja hópinn okkar fyrir átökin í sumar," segir í tilkynningu Ólafsvíkurfélagsins.
Tomasz Luba var í haust ráðinn nýr þjálfari Ólsara en á síðasta tímabili liðsins undir stjórn Brynjars Kristmundssonar endaði það í áttunda sæti 2. deildar og vann Fótbolti.net bikarinn, bikarkeppni neðri deilda.
Athugasemdir






