Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, var beðinn um að velja fjóra bestu stjóra sögunnar til að setja á Rushmore-fjallið.
Sir Alex Ferguson og Pep Guardiola urðu fyrir valinu en ekki var pláss fyrir Jose Mourinho og Carlo Ancelotti.
Sir Alex Ferguson og Pep Guardiola urðu fyrir valinu en ekki var pláss fyrir Jose Mourinho og Carlo Ancelotti.
Guardiola var ekki eina Barcelona goðsögnin sem komst á fjallið.
„Það er virkilega erfitt að geta bara valið fjóra. Johan Cruyff er áhrifaríkasti fótboltaþjálfari sem ég hef heyrt af. Hvernig hann sá og skildi fótbolta, það var magnað," segir Klopp sem valdi Cruyff fyrstan.
„Það er hægt að segja það sama um Pep Guardiola. Ég hef mætt honum og veit hversu erfitt það er. Ég vel líka Sir Alex Ferguson, sigursælasta stjóra sögunnar og náunga sem mér líkar mjög vel við."
Að lokum valdi Klopp Liverpool goðsögnina Bill Shankly, sem hafði betur í baráttu við Bob Paisley.
„Ég vil sjá Shankly á fjallinu, ég hef heyrt svo mikið um hann," segir Klopp.
Jurgen Klopp names his Mount Rushmore of football managers ???? ?? pic.twitter.com/IxNXXuqn8l
— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) December 17, 2025
Athugasemdir

