„Þetta leggst hrikalega vel í mig, þetta er risalið sem kemur úr risadeild og eru efstir í Sambandsdeildinni og ég gæti ekki verið spenntari. Strasbourg er með mjög ungt lið, mjög orkumikið og vill halda mikið í boltann, þannig ég býst við að þeir verði meira með boltann."
„Við munum reyna finna leiðir til að pressa þá á réttum tímapunktum og þvinga þá í hluti sem þeir vilja ekki endilega gera. Ég býst við fjörugum leik, við reynum að koma þeim á óvart með háu orkustigi og ákveðni," segir Arnór Gauti Jónsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net.
Breiðablik mætir Strasbourg í úrslitaleik í kvöld, Breiðablik þarf að vinna til að eiga möguleika á sæti í umspili. Strasbourg er á toppi deildarinnar og er öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum.
„Við munum reyna finna leiðir til að pressa þá á réttum tímapunktum og þvinga þá í hluti sem þeir vilja ekki endilega gera. Ég býst við fjörugum leik, við reynum að koma þeim á óvart með háu orkustigi og ákveðni," segir Arnór Gauti Jónsson, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net.
Breiðablik mætir Strasbourg í úrslitaleik í kvöld, Breiðablik þarf að vinna til að eiga möguleika á sæti í umspili. Strasbourg er á toppi deildarinnar og er öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum.
Lestu um leikinn: Strasbourg 0 - 0 Breiðablik
„Það er draumurinn að vera ennþá í möguleika, maður vill alltaf hafa þetta í sínum eigin höndum. Við erum búnir að leggja inn góða frammistöðu, sérstaklega á heimavelli, sem kemur okkur á þennan stað."
„Að vera spila 18. desember á móti Strasbourg sem er í Ligue 1, þetta er bara sturlun og eitthvað sem maður væri til í að gera á hverju einasta ári. Við förum inn í þennan leik með hátt sjálfstraust, tilbúnir að reyna búa eitthvað til og koma okkur í næstu umferð."
Leikurin hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma og verður spilað á Stade de La Meinau.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir






















