Gylfi Þór Sigurðsson hefur skipt um treyjunúmer hjá Víkingi og er nú kominn í treyju númer 10 í stað númer 32. Gylfi skartaði nýja númerinu í gærkvöldi er Víkingur lagði Fylki af velli 4-1.
Á síðasta tímabili var Pablo Punyed í treyju númer tíu hjá Víkingum, en hann yfirgaf félagið eftir tímabilið. Þá er Nikolaj Hansen númer 23 en það er jafnframt númer sem við höfum séð Gylfa nota á ferlinum.
Á síðasta tímabili var Pablo Punyed í treyju númer tíu hjá Víkingum, en hann yfirgaf félagið eftir tímabilið. Þá er Nikolaj Hansen númer 23 en það er jafnframt númer sem við höfum séð Gylfa nota á ferlinum.
Gylfi valdi treyju númer 32 á síðasta tímabili vegna körfuboltamannsins Magic Johnson en nú er hann kominn í sína heittelskuðu tíu sem hann hefur klæðst með landsliðinu og Everton.
Númerin sem Gylfi hefur verið með á ferli sínum:
Shrewsbury Town - 29
Crewe Alexandra - 38
Reading - 25
Reading - 8
Hoffenheim - 11
Swansea - 42
Tottenham - 22
Swansea - 23
Everton - 18
Everton - 10
Lyngby - 18
Valur - 23
Víkingur - 32
Víkingur - 10
Athugasemdir

