Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Lúkas Magni valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins í Bandaríkjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríska félagið Real Salt Lake valdi KR-inginn Lúkas Magna Magnason í nýliðavali MLS-deildarinnar í kvöld.

Lúkas Magni hefur verið að spila með Clemson-háskólanum í Bandaríkjunum og staðið sig frábærlega.

Þessi 21 árs gamli varnarmaður var valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins en hann var þrettándi í röðinni.

Hann á 15 leiki að baki með KR í efstu deild, en rifti samningi sínum eftir síðasta tímabil.

Tveimur umferðum er lokið í valinu og er Lúkas eini Íslendingurinn sem hefur verið valinn til þessa.

Úlfur Ágúst Björnsson hjá FH og Ólafur Flóki Stephensen úr Val eru einnig skráðir í valið, en það á eftir að velja tuttugu leikmenn til viðbótar og því enn möguleiki að Íslendingum fjölgi í MLS-deildinni á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner