Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 02. desember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Aston Villa vill fá Brewster frá Liverpool
Aston Villa er að skoða möguleika á að bæta framherja við hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Samkvæmt The Athletic hefur Villa áhuga á að fá Rhian Brewster á láni frá Liverpool. Hinn 19 ára gamli Brewster gæti farið á lán til að fá meiri reynslu.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, er að leita að meiri hraða í fremstu víglínu og Brewster kemur sterklega til greina.

Brasilíski framherjinn Wesley, sem kom frá Genk í sumar, hefur átt fast sæti í byrjunarliði Aston Villa í vetur en hann hefur ekki skorað í sex leikjum í röð.

Kelechi Iheanacho, framherji Leicester, hefur einnig verið til skoðunar hjá Aston Villa en líkurnar á að hann fari minnkuðu eftir frábæra innkomu gegn Everton í gær þar sem hann skoraði sigurmarkið.
Athugasemdir
banner
banner