Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 01. febrúar 2021 07:59
Magnús Már Einarsson
Solskjær á að selja - Upamecano til Englands?
Powerade
Dayot Upamecano (til vinstri) í baráttunni.
Dayot Upamecano (til vinstri) í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Rojo er á leið til Boca Juniors.
Rojo er á leið til Boca Juniors.
Mynd: Getty Images
Chalobah gæti farið til Leicester.
Chalobah gæti farið til Leicester.
Mynd: Getty Images
Gluggadagurinn er í dag! Hér má sjá allt helsta slúðrið úr götublöðunum.



Leicester hefur áhuga á Nathaniel Chalobah (26) miðjumanni Watford. (Leicester Mercury)

Liverpool hefur spurst fyrir um Duje Caleta Car (24) miðvörð Marseille. (Mail)

Leicester ætlar að reyna að fá Ainsley Maitland-Niles (23) á láni frá Arsenal. Southampton, WBA og Newcastle hafa einnig áhuga. (Mirror)

Idrissa Gueye (31) miðjumaður PSG hefur hafnað boði um að ganga í raðir Newcastle á láni. (L'Equipe)

Marcos Rojo (30) varnarmaður Manchester United er á leið til Boca Juniors eftir að United samþykkti að rifta samningi hans. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur einnig fengið þau skilaboð að selja Phil Jones og Sergio Romero til að geta bætt við varnarmanni í sumar. (Mirror)

Christian Eriksen (28) verður líklega áfram hjá Inter og hann gæti spilað stórt hlutverk síðari hluta tímabils að sögn Giuseppe Marotta framkvæmdastjóra félagsins. Eriksen hafði verið orðaður við endurkomu til Tottenham. (Sky Sports)

Mauricio Pochettino, þjálfari PSG, vill fá Sergio Ramos (34) varnarmann Real Madrid til félagsins. (Independent)

Dayot Upamecnao (22) miðvörður RB Leipzig gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina en umboðsmaður hans segir að hann sé að velja á milli tveggja topp félaga á Englandi og Bayern Munchen. (Mail)

Tanguy Ndombele (24) miðjumaður Tottenham segir að Kylian Mbappe (22) hafi reynt að sannfæra sig um að ganga í raðir PSG. (Goal)

WBA mun fá Okay Yokuslu (26) varnarmann Celta Vigo í dag sem og hægri bakvörðinn Japhet Tanganga (21) frá Tottenham. (Express and Star)

DeAndre Yedlin (27) varnarmaður Newcastle er á leið til Galatasaray. (Sky Sports)

Southampton er í viðræðum um að fá Billy Gilmour (19) miðjumann Chelsea á láni. (Mail)

Newcastle vill fá Hamza Choudhury (23) á láni frá Leicester út tímabilið. (Chronicle)

Burnley vill fá Joshua King (29) framherja Bournemouth en hár launapakki gæti komið í veg fyrir skiptin. (Lancashire Telegraph)

Watford er að ræða við Newcastle um að fá Matty Longstaff (20) á láni. (Football Insider)

Manchester City er í viðræðum við Fluminense um að fá Kaky (17) og Metingo (17). Brasilíska félagið vill meira en 15 milljónir punda fyrir leikmennina. (Mail)

Glenn Murray (37) framherj Brighton er á leið til Nottingham Forest. Murray hefur verið á láni hjá Watford. (Argus)

Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, segir að félagið eigi ekki peninga til að hann geti fengið þá leikmenn sem hann vill. (Southern Daily Echo)

Jayden Braaf (18) kantmaður Manchester City er á leið til Udinese á láni. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner