Adolf Daði Birgisson er eftirsóttur en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er FH að reyna að fá hann frá Stjörnunni.
Leikmaðurinn ku vera áhugasamur um að fara í Hafnarfjörðinn en Keflavík hefur einnig reynt að fá hann og þá hefur ÍA áður sýnt honum áhuga.
Síðasta sumar var hann ekki í mjög stóru hlutverki hjá Garðbæingum, hann kom við sögu í 17 leikjum í Bestu deildinni og skoraði hann í þeim eitt mark. Hann gerði þá eitt mark í fjórum leikjum í Mjólkurbikarnum.
Adolf Daði er 21 árs gamall og spilar á kantinum. Hann getur líka leyst aðrar stöður framarlega á vellinum. Hann á að baki þrjá leiki með U21 landsliði Íslands.
Leikmaðurinn ku vera áhugasamur um að fara í Hafnarfjörðinn en Keflavík hefur einnig reynt að fá hann og þá hefur ÍA áður sýnt honum áhuga.
Síðasta sumar var hann ekki í mjög stóru hlutverki hjá Garðbæingum, hann kom við sögu í 17 leikjum í Bestu deildinni og skoraði hann í þeim eitt mark. Hann gerði þá eitt mark í fjórum leikjum í Mjólkurbikarnum.
Adolf Daði er 21 árs gamall og spilar á kantinum. Hann getur líka leyst aðrar stöður framarlega á vellinum. Hann á að baki þrjá leiki með U21 landsliði Íslands.
„Það hafa einhver tilboð borist í Adolf. Einhverjum hefur verið neitað, einhverjum tekið og eitthvað ennþá í gangi. Hann er þannig leikmaður að hann á skilið stærra hlutverk en hann hefur fengið. Hann lítur rosalega vel út. Ég hef sagt það við alla sem vilja eða vilja ekki heyra að hann er síðasti leikmaður sem ég vil missa," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, í viðtali í síðasta mánuði.
„En mér finnst ég ekki getað stoppað hann ef hann kemst í eitthvað spennandi sem hentar honum. Mér fyndist það illa gert að stoppa það af. Ég held að hann sé ekkert að drífa sig.“
FH hefur það sem yfirlýsta stefnu að yngja upp leikmannahóp sinn eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson tók við liðinu.
Athugasemdir





