„Við erum að fara í alvöru Evrópuævintýri og ætlum svo sannarlega að taka titilinn aftur. Það er ekkert slæmt fyrir hann að bæta fleiri titlum og Evrópuleikjum á ferilskránna.“
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, segir að fjárhæðir hafi ekki ráðið úrslitum þegar Víkingur ákvað að slíta viðræðum við ÍBV um Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfara Víkings. Eyjamenn höfðu viljað fá Aron til að taka við sem þjálfari ÍBV.
Viðræðurnar drógust á langinn og segir Kári með hverjum deginum sem leið varð erfiðara að réttlæta að Aroni yrði leyft að fara. Aron Baldvin var sjálfur reiðubúinn að flytja til Eyja og taka við liðinu en Víkingur hafnaði tilboði tilboði Eyjamanna og sleit viðræðunum áður en ÍBV gat boðið uppsett verð.
Þá segir Kári að félagið vilji halda honum í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Aron, sem er þrítugur, hefur verið hjá Víkingi frá árinu 2019 en kom inn í þjálfarateymi meistaraflokksins 2022.
Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason um viðræðurnar við ÍBV.
Viðræðurnar drógust á langinn og segir Kári með hverjum deginum sem leið varð erfiðara að réttlæta að Aroni yrði leyft að fara. Aron Baldvin var sjálfur reiðubúinn að flytja til Eyja og taka við liðinu en Víkingur hafnaði tilboði tilboði Eyjamanna og sleit viðræðunum áður en ÍBV gat boðið uppsett verð.
Þá segir Kári að félagið vilji halda honum í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Aron, sem er þrítugur, hefur verið hjá Víkingi frá árinu 2019 en kom inn í þjálfarateymi meistaraflokksins 2022.
Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason um viðræðurnar við ÍBV.
„Þetta tók of langan tíma og við erum að einbeita okkur að okkar málum. Það gaf okkur tíma til þess að hugsa og fara yfir þetta fram og til baka. Oft þegar þetta kemur hratt að þarf að bregðast hratt við. En því meiri tími sem okkur var gefinn því meira meikaði ekkert 'sense' að leyfa Aroni að fara.
Hann er frábær þjálfari - ungur, efnilegur og svo sannarlega í framtíðaráformum félagsins. Það er okkar að sannfæra hann um að vera áfram. Við reyndum það besta sem við gátum í því. Þetta er gríðarlega metnaðarfullur drengur og vildi taka við þessu starfi, sem ég skil auðvitað mjög vel. Að sama skapi höfum við varið gríðarlegum fjármunum og trausti sem við höfum lagt á hans herðar.
Hann hefur staðið sig gríðarlega vel en við vildum að hann yrði hjá okkur í hið minnsta eitt ár í viðbót. Hann sýndi því skilning þó að þetta hafi vissulega verið einhvers konar högg fyrir hann. “
Ekki slæmt verkefni í Víkinni
Var það óþægilegt að þurfa að standa í vegi fyrir Aroni sem hefði getað tekið við fyrsta aðalþjálfarastarfinu?
„Já, auðvitað. En það koma önnur tækifæri fyrir þennan strák. Hann er það flottur þjálfari að ég hef engar áhyggjur af því. Mínir hagsmunir eru Víkings. Þó svo að ég verði að hafa hagsmuni hans líka að leiðarljósi.
Auðvitað er þetta erfitt. Það er ekki eins og hann sé í leiðinlegu verkefni hérna: Innsti koppur í búri í besta liði landsins. Við erum að fara í alvöru Evrópuævintýri og ætlum svo sannarlega að taka titilinn aftur. Það er ekkert slæmt fyrir hann að bæta fleiri titlum og Evrópuleikjum á ferilskránna,“ sagði Kári að lokum.
Athugasemdir




