Samkvæmt ítalska miðlinum CalcioMercato hefur íþróttastjórinn Igli Tare endurnýjað samskipti við Liverpool eftir erfiðleika í samningaviðræðum um aðra leikmenn, þar á meðal Milan Skriniar frá Fenerbahce og varnarmanninn Federico Gatti frá Juventus.
Ítalska félagið hafði áhuga á enska varnarmanninum í sumar en hann fékk ekki að fara þar sem Liverpool mistókst að næla í Marc Guehi frá Crystal Palace.
Liverpool er ekki tilbúið að fara í viðræður en Milan vonast til að Gomez muni hjálpa til en hann hefur ekki sýnt mikinn áhuga.
Annað nafn sem er til skoðunar er Axel Disasi. Franski miðvörðurinn er ekki í áætlunum Chelsea og hefur verið boðaður til nokkurra félaga, þar á meðal Milan. Roma hefur einnig áhuga. Disasi er ekki í forgangi hjá Milan.
Ítalski boltinn er á Livey
Athugasemdir




