Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 16:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rodri áfram hjá KA en Hrannar ekki - Óvíst með Jóan Símun
Rodri verður áfram hjá KA.
Rodri verður áfram hjá KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst hvort Jóan Simun verði áfram.
Óvíst hvort Jóan Simun verði áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski miðjumaðurinn Rodri mun taka eitt tímabil í viðbót hjá KA. Þetta staðfestir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net í dag. Rodri var með lausan samning eftir síðasta tímabil.

Rodri, sem verður 37 ára í næsta mánuði, kom til félagsins fyrir tímabilið 2020 og hefur verið í stóru hltuverki frá komu sinni. Áður en hann kom í KA lék hann með Grindavík og Sindra.

„Það er von á Rodri til Akureyrar í lok janúar," segir Haddi.

Hrannar Björn Steingrímsson verður ekki áfram með KA og óvíst er hvort færeyski sóknarmaðurinn Jóan Símun Edmundsson verði áfram.

„Ég talaði síðast við Jóan fyrir tveimur dögum síðan, það er ekki klárt hvort hann verði áfram. Við erum í góðu sambandi og erum að skoða þau mál. Liðið virkaði rosalega flott undir lokin í fyrra, það eru margar ástæður fyrir því og ein af þeim er sú að Jóan spilaði gríðarlega vel frammi. Jafnvægið í liðinu var flott, skoruðum fullt af mörkum og náðum í góð úrslit. Hann gerði rosalega vel seinni hlutann, eftir að bæði liðið og hann var ekki upp á sitt besta fyrri hlutann. Hann er leikmaður sem við erum í sambandi við, en það er ekkert ákveðið," segir Haddi.
Athugasemdir
banner
banner