Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fim 08. janúar 2026 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Neville segir að leikmenn Liverpool hefðu átt að slá Martinelli - „Skammarlegt“
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Gary Neville var brjálaður í lýsingu Sky Sports yfir leik Arsenal og Liverpool þar sem hann hvatti til ofbeldis.

Neville var ósáttur við Gabriel Martinelli sem ýtti meiddum Conor Bradley.

Bradley meiddist á hné og lagðist í grasið, en Martinelli taldi hann vera að tefja leikinn og ákvað því að ýta honum harkalega til þess að koma honum af vellinum.

Þetta fór ekki vel í leikmenn Liverpool og í kjölfarið sauð upp úr, en Martinelli fékk gult spjald fyrir vikið. Stuttu síðar var Bradley borinn af velli og er óttast að hann verði lengi frá.

Neville skilur ekkert í leikmönnum Liverpool og sagði þá hafa fulla ástæðu til að beita Brasilíumanninn ofbeldi.

„Ég er brjálaður út í Martinelli. Ég veit ekki hvernig þessir leikmenn Liverpool hafi ekki farið upp að honum, slegið hann og tekið á sig rautt spjald. Þetta var skammarlegt“ sagði Neville.


Athugasemdir
banner
banner