Lennart Karl, 17 ára gamall leikmaður Bayern, kom sér í fréttirnar á dögunum eftir að hann sagðist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn.
Það fór illa í stuðningsmenn liðsins og hann sendi frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið.
Það fór illa í stuðningsmenn liðsins og hann sendi frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið.
Lennart hefur staðið sig vel á tímabilinu en hann hefur skorað sex mörk og lagt upp tvö í 21 leik. Samningur hans við félagið verður sjálfkrafa framlengdur á 18 ára afmælinu hans í næsta mánuði til ársins 2029 en félagið vill gera nýjan samning við hann.
Þýski miðillinn Bild greinir frá því að Bayern sé með augastað á Vincent Karl, 14 ára gömlum bróður Lennart, en hann spilar með unglingaliði Frankfurt.
Hann spilar sem miðjumaður en eldri bróðir hans er sóknarsinnaður miðjumaður
Athugasemdir





