Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
banner
   mið 07. janúar 2026 22:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Sesko er ekki nógu góður"
Mynd: EPA
Benjamin Sesko skoraði tvennu þegar Man Utd gerði jafntefli gegn Burnley í kvöld.

„Það er mikilvægt fyrir liðið að ég geti hjálpað. Það er mikilvægt að nýta færin þar sem við sköpum mikið af þeim. Við verðum að halda áfram," sagði Sesko eftir leikinn í kvöld.

Hann hefur aðeins skorað fjögur mörk í 17 leikjum. Tim Sherwood, sérfræðingur á Sky Sports, er ekki sannfærður um að hann muni ná að springa út hjá United.

„Það er jákvætt að Sesko er að skora. Vonandi fær hann sjálfstraust. Það hefur tekið hann sex mánuði að komast í gang en ég er ánægður fyrir hans hönd," sagði Sherwood.

„Hann átti erfitt uppdráttar og ég hefði tekið hann af velli í hálfleik svo hann myndi aldrei klæðast Manchester United treyju aftur. Ég stend við það sem ég sagði, hann er ekki nógu góður til að spila fyrir Manchester United.“

„Hann sýndi sig í einum leik gegn Burnley sem mun falla. Vonandi erum við að fara sjá eitthvað annað frá honum," sagði Sherwood að lokum.
Athugasemdir
banner
banner