Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Átti Fulham að fá vítaspyrnu? - Cucurella rekinn af velli
Cucurella steinhissa
Cucurella steinhissa
Mynd: EPA
Chelsea hefur fengið sjö rauð spjöld á tímabilinu, þar af fimm í úrvalsdeildinni.

Cucurella fékk að líta rauða spjaldið á Craven Cottage í kvöld fyrir að rífa Harry Wilson, leikmann Fulham, niður þegar hann var að sleppa í gegn.

Leikmenn Chelsea voru æfir yfir dómnum og Enzo Fernandez, Tosin Adarabioyo og Cole Palmer fengu allir gult spjald fyrir kjaftbrúk. Marco Silva, stjóri Fulham, fékk einnig gult spjald þar sem hann vildi fá vítaspyrnu.

„Hann heldur í hann áfram inn í teignum. Ég held að þetta sé vítaspyrna en þeir munu halda sig við ákvörðunina innan vallar," sagði Mike Dean, fyrrum dómari í úrvalsdeildinni, á Sky Sports.

Úrvalsdeildin sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að brotið hafi byrjað utan teigs og því hafi aukaspyrna verið dæmd. Wilson skoraði undir blálok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu, staðan er markalaus í hálfleik.

Sjáðu atvikið hér


Athugasemdir
banner
banner