Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fletcher: Þetta kerfi hentar leikmönnunum
Mynd: EPA
Darren Fletcher stýrir Man Utd gegn Burnley í kvöld en leikurinn hefst innan skamms.

Ruben Amorim, sem var rekinn á dögunum, spilaði með þriggja manna varnarlínu en Fletcher stillir upp í fjögurra manna varnarlínu.

Bruno Fernandes er kominn í byrjunarliðið eftir að hafa misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla. Harry Maguire og Mason Mount eru á bekknum eftir að hafa verið frá vegna meiðsla.

„Við erum klárir, ég er spenntur. Það er mikilvægt að Bruno sé kominn aftur. Það var markmiðið að fá nokkra leikmenn til baka fyrir þennan leik," sagði Fletcher.

„Við höfum sett þetta upp þannig að okkur finnst við geta unnið leikinn. Þetta hentar persónuleikunum og þeirra stíl. Það er undir þeim komið að framkvæma þetta."
Athugasemdir
banner