Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 09:42
Elvar Geir Magnússon
„Vildi City og getur orðið enn betri“
Mynd: Man City
Antoine Semenyo hefur verið keyptur til Manchester City og er mikil ánægja hjá þeim ljósbláu að hafa fengið þennan ganverska kantmann.

Semenyo er 26 ára og kemur frá Bournemouth.

„Antoine er feikilega spennandi kaup fyrir félagið. Hann lét okkur strax vita að City væri félagið sem hann vildi fara til," segir Hugo Viana, yfirmaður fótboltamála hjá City.

„Hann hefur mikil gæði, góður í báðum fótum, með hraða og kraft, hefur mikil áhrif í leikjum og getur bætt sig, þróast og orðið enn betri."

„Við erum stöðugt að fylgjast með leikmönnum um allan heim. Antoine var efstur á óskalistanum okkar. Hann hefur sýnt að hann getur staðið sig í úrvalsdeildinni. Hann er auðmjúkur og vinnusamur, faglegur og einbeittur á að verða betri fótboltamaður. Hann hentar okkur fullkomlega."

Semenyo er þriðji markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili, með tíu mörk. Hann skoraði fjögur mörk í síðustu sex leikjum sínum fyrir Bournemouth.
Athugasemdir
banner