Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
banner
   mið 07. janúar 2026 14:45
Elvar Geir Magnússon
Havertz „mjög nálægt“ endurkomu
Mynd: EPA
Þýski landsliðsmaðurinn Kai Havertz hefur ekki spilað síðan hann undirgekkst aðgerð á hné í ágúst en þessi 26 ára sóknartengiliður er mjög nálægt endurkomu.

Hann er mættur aftur til æfinga hjá Arsenal og var á bekknum gegn Aston Villa nýlega. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tjáði sig um Havertz á fréttamannafundi í dag.

„VIð fylgjumst vel með honum. Af tveimur mismunandi ástæðum hefur hann verið lengi frá. Hann var með á æfingu í morgun og vonandi fáum við aftur bestu útgáfuna af Kai Havertz," segir Arteta.

Arsenal fær Liverpool í heimsókn á morgun. Riccardo Calafiori og Cristhian Mosquera verða ekki með í leiknum en Arteta staðfesti það á fundinum.

Calafiori er að glíma við vöðvameiðsli eftir að hafa meiðst fyrir leikinn gegn Brighton. Mosquera er að glíma við ökklameiðsli.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner