Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 11:10
Kári Snorrason
Aldrei verið skorað jafn seint
Duracell
Barnes skoraði sigurmarkið eftir 101 mínútu og 48 sekúndur.
Barnes skoraði sigurmarkið eftir 101 mínútu og 48 sekúndur.
Mynd: EPA
Newcastle sigraði Leeds í stórskemmtilegum sjö marka leik á miðvikudag. Leikar enduðu 4-3 fyrir Newcastle, en liðið skoraði tvö mörk í uppbótartíma.

Tíu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og leiddi Leeds 3-2 fyrir framlengingu. Bruno Gumaires jafnaði þó metin á 91. mínútu úr vítaspyrnu. Þá bætti Harvey Barnes um betur og skoraði á 12. mínútu framlengingar.

Mark Barnes er seinasta sigurmark sem skorað hefur verið í ensku úrvalsdeildinni frá því að mælingar hófust árið 2006.

Fyrir afrek sitt fær Harvey Barnes því Duracell viðurkenningu vikunnar frá Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner