Það var vond byrjun fyrir Darren Fletcher undir stjórn Man Utd í kvöld en hann stýrir liðinu til bráðabirgða þangað til félagið finnur arftaka Ruben Amorim út tímabilið.
Liðið er í heimsókn hjá Burnley á Turf Moor en Ayden Heaven varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir tæplega stundafjórðung og kom Burnley yfir.
Bashir Humphreys átti fyrirgjöf og boltinn fór af Heaven og sveif yfir Senne Lammens og í netið.
Þegar þetta er skrifað eru um tuttugu mínútur liðnar og staðan enn 1-0.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir




