Eitt stærsta og glæsilegasta herrakvöld landsins fer fram föstudaginn 16. janúar næstkomandi þegar Fylkir býður til Herrakvölds 2026 í Fylkishöllinni. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn af hápunktum ársins og í fyrra mættu yfir 500 gestir til veislunnar.
Dagskráin verður fjölbreytt og vönduð. Gísli Einarsson verður veislustjóri og stýrir bæði happdrætti og málverkauppboði af sinni alkunnu snilld. Þá munu Sveppi og Greipur vera með uppistand og Magnús Kjartan stígur á svið og flytur nokkra af þekktustu slögurum þjóðarinnar.
Veitingarnar verða ekki af verri endanum en boðið verður upp á veglegan þorramat ásamt lambakjöti og meðlæti í boði Höfðakaffis.
Miðasala er í fullum gangi á Stubb.is þar sem hægt er að kaupa bæði stakt sæti eða heilt 10 manna borð. Miðaverð er 13.900 krónur fyrir stakt sæti eða 139.000 krónur fyrir 10 manna borð.
Allt bendir til þess að Herrakvöld Fylkis 2026 verði kvöld sem enginn vill láta fram hjá sér fara."
Smelltu hér til að tryggja þér miða



