Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fim 08. janúar 2026 12:12
Kári Snorrason
Andrea Rut til Anderlecht (Staðfest)
Kvenaboltinn
Andrea er gengin í raðir Anderlecht.
Andrea er gengin í raðir Anderlecht.
Mynd: Anderlecht
Andrea Rut Bjarnadóttir hefur gengið til liðs við Anderlecht í Belgíu frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Hún var kynnt sem leikmaður liðsins fyrir skömmu. Hún mun klæðast treyju númer sjö hjá félaginu.

„Þegar þetta tækifæri kom upp var ákvörðunin auðveld. Anderlecht er lið á hæsta stigi og það er nákvæmlega þar sem ég vil vera sem leikmaður,“ er haft eftir Andreu í tilkynningu félagsins.

Hjá Anderlecht mun hún endurnýja kynnin við gamla liðsfélaga sinn hjá Breiðabliki, Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur. Liðið er sem stendur í öðru sæti belgísku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Leuven.

Andrea Rut, sem er fædd árið 2003 og leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður, hefur verið máttarstólpur í liði Breiðabliks undanfarin tvö tímabil. Hún hefur hjálpað félaginu að vinna tvo Íslandsmeistaratitla, þar að auki varð Andrea bikarmeistari með liðinu síðasta sumar.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt kynningarmyndband þar sem Andrea kynnir sig fyrir belgískum stuðningsmönnum á íslensku.



Athugasemdir
banner
banner
banner