Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 09:15
Elvar Geir Magnússon
Semenyo orðinn Man City leikmaður (Staðfest)
Semenyo og Hugo Viana, yfirmaður fótboltamála hjá City.
Semenyo og Hugo Viana, yfirmaður fótboltamála hjá City.
Mynd: Man City
Antoine Semenyo hefur skrifað undir samning við Manchester City til 2031. Ganverski kantmaðurinn kemur frá Bournemouth.

Hann hefur leikið frábærlega á tímabilinu en sagði við undirskriftina að hann ætti enn eftir að toppa sig á ferlinum og spila enn betur.

Semenyo er 26 ára en City kaupir hann á 65 milljónir punda, sem var riftunarákvæði í samningi hans.

Semenyo segist gríðarlega stoltur en hann mun klæðast treyju 42, sem er númerið sem Yaya Toure bar hjá félaginu.

Semenyo kvaddi Bournemouth með því að skora sigurmarkið gegn Tottenham í vikunni.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner