FH er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að semja við miðvörðinn Aron Jónsson. Hann er 21 árs miðvörður sem hefur leikið með Aftureldingu undanfarin tvö tímabil. Samningur hans við Aftureldingu rann út eftir síðasta tímabil.
Hann er uppalinn hjá Brann í Noregi en kom til Íslands fyrir tímabilið 2024, hjálpaði Aftureldingu að fara upp úr Lengjudeildinni og lék 17 leiki í Bestu deildinni í sumar.
Hann er uppalinn hjá Brann í Noregi en kom til Íslands fyrir tímabilið 2024, hjálpaði Aftureldingu að fara upp úr Lengjudeildinni og lék 17 leiki í Bestu deildinni í sumar.
Hann er annar leikmaðurinn sem FH fær frá Aftureldingu eftir að síðasta tímabili lauk því Jökull Andrésson gekk í raðir FH í nóvember.
Aron, sem er gjaldgengur í U21 landsliðið, á að baki tvo leiki með U19 landsliðinu.
Athugasemdir



