Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 17:00
Elvar Geir Magnússon
Romero fær aukaleik í bann vegna slæmrar hegðunar
Mynd: EPA
Cristian Romero, fyrirliði Tottenham, hefur fengið aukaleik í bann og 50 þúsund punda sekt fyrir slæma hegðun eftir að hann fékk rautt spjald gegn Liverpool þann 20. desember.

Hann fékk rautt spjald, eftir tvö gul, á 93. mínútu í 2-1 tapi Spurs.

Romero tók sér tíma að láta dómarann heyra það áður en hann fór af velli og fótboltasambandið jærði hann fyrir þessa hegðun

Romero fékk sjálfkrafa eins leiks bann og missti af 1-0 sigri gegn Crystal Palace 28. desember.

Hann tekur aukaleikinn út á morgun, þegar Tottenham mætir Aston Villa í bikarnum.
Athugasemdir
banner