Franska félagið Strasbourg staðfesti í dag að Gary O'Neil hefur verið ráðinn stjóri liðsins í stað Liam Rosenior sem hætti til að taka við stjórnartaumunum hjá Chelsea.
„Racing er með einstaka sögu, mikla ástríðu og trygga stuðningsmenn sem vilja sjá liðið spila skemmtilegan fótbolta. Ég er stoltur af því að taka við þessum gæðamikla leikmannahópi," segir O'Neil.
„Markmið liðsins eru skýr og í forgangi hjá mér er að leggja hart að mér með liðinu og gera allt til að ná árangri."
Strasbourg er undir sama eignarhaldi og Chelsea, Todd Boehly og vinum hans.
„Racing er með einstaka sögu, mikla ástríðu og trygga stuðningsmenn sem vilja sjá liðið spila skemmtilegan fótbolta. Ég er stoltur af því að taka við þessum gæðamikla leikmannahópi," segir O'Neil.
„Markmið liðsins eru skýr og í forgangi hjá mér er að leggja hart að mér með liðinu og gera allt til að ná árangri."
Strasbourg er undir sama eignarhaldi og Chelsea, Todd Boehly og vinum hans.
Gary O'Neil var síðast þjálfari Úlfanna en hann var látinn taka poka sinn þaðan fyrir rúmu ári. Þar áður var hann stjóri Bournemouth.
Strasbourg, sem er með gríðarlega ungan leikmannahóp, er í 7. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar ásamt því að vera komið áfram í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.
Franski boltinn er hjá Livey
Gary O’Neil nommé entraîneur du Racing Club de Strasbourg Alsace ??
— Racing Club de Strasbourg Alsace (@RCSA) January 7, 2026
Le communiqué ????
Athugasemdir


