Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fim 08. janúar 2026 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birta Georgs til Genoa (Staðfest) - Kærastinn í karlaliðinu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birta Georgsdóttir er gengin í raðir ítalska félagsins Genoa en hún kemur þangað frá Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks. Fótbolti.net greindi frá áhuga Genoa á Birtu fyrr í þessari viku.

Birta, sem er 23 ára gamall sóknarmaður, var besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar og hefur alls unnið fjóra stóra titla hjá Breiðabliki á fimm tímabilum í Smáranum. Hún kom að 25 mörkum á liðnu tímabili.

Það vill svo til að hjá Genoa hittir Birta fyrir kærasta sinn, landsliðsmanninn Mikael Egil Ellertsson, sem er leikmaður karlaliðsins. Líkt og karlaliðið er kvennalið félagsins í efstu deild. Kvennaliðið er í næstneðsta sæti deildarinnar eftir tæplega hálft mót, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Tilkynning Breiðabliks
Birta hefur leikið með Breiðabliki undanfarin 5 tímabil. Hún lék alls 161 leik með liðinu og gerði 65 mörk. Hún varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari á þessum tíma, auk þess sem hún hampaði bikarmeistaratitlinum í tvígang. Að loknu síðast liðnu Íslandsmóti var Birta kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins. Þá var Birta kjörin Íþróttakona Breiðabliks árið 2025, við hátíðlega athöfn í Smáranum, í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner