Jón Björgvin Jónsson er genginn í raðir Víkings Ólafsvíkur frá Stjörnunni, en hann gerir tveggja ára samninga við Ólsara.
Jón Björgvin er tvítugur miðjumaður sem kemur úr unglingastarfi Stjörnunnar.
Hann spilaði með 2. flokki Stjörnunnar síðasta sumar og lék þá með KFG á undirbúningstímabilinu.
Jón skrifaði undir tveggja ára samning við Ólsara í gær og mun leika með liðinu í 2. deild í sumar.
Víkingur Ó. hafnaði í 8. sæti deildarinnar með 28 stig á síðustu leiktíð.
Athugasemdir



