Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fim 08. janúar 2026 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Arsenal og Liverpool: Gyökeres hvergi sjáanlegur
Viktor Gyökeres var arfaslakur í kvöld
Viktor Gyökeres var arfaslakur í kvöld
Mynd: EPA
Viktor Gyökeres var slakasti maður vallarins er Arsenal og Liverpool gerðu markalaust jafntefli á Emirates-leikvanginum í kvöld. GOAL sér um einkunnir kvöldsins.

Sænski framherjinn hefur verið í mestu vandræðum með að finna sig í liði Arsenal síðan hann gekk í raðir félagsins frá Sporting á síðasta ári.

Hann átti að vera lausnin að vandamálum Arsenal í fremstu víglínu, en var hvergi sjáanlegur í kvöld eins og í svo mörgum öðrum leikjum á tímabilinu.

GOAL gefur honum þrist. Nokkrir leikmenn Arsenal fá fimmu og þá fær varamaðurinn Myles Lewis-Skelly fjóra fyrir frammistöðu sína af bekknum.

Arsenal: Raya (6), Timber (6), Saliba (6), Gabriel (6), Hincapie (6), Zubimendi (6), Ödegaard (5), Rice (5), Saka (6), Gyökeres (3), Trossard (5).
Varamenn: Lewis-Skelly (4), Martinelli (6), Jesus (6), Madueke (6), Eze (5).

Liverpool: Alisson (7), Bradley (7), Konate (7), Van Dijk (7), Kerkez (7), Gravenberch (7), Mac Allister (7), Szoboszlai (7), Frimpong (7), Wirtz (6), Gakpo (5).
Athugasemdir
banner
banner