Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mun sakna Semenyo - „Líklega sá besti sem ég hef þjálfað"
Mynd: EPA
Antoine Semenyo spilaði sinn síðasta leik fyrir Bournemouth í kvöld þegar hann skoraði dramatískt sigurmark í 3-2 sigri gegn Tottenham á 26 ára afmælisdaginn sinn.

Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, staðfesti í kvöld að þetta yrði hans síðasti leikur en hann fer í læknisskoðun hjá Man City á morgun.

„Ég held að þetta hafi verið hans síðasti leikurinn hans, því miður fyrir okkur. Hann hefur verið einn af bestu, ef ekki sá besti sem ég hef þjálfað. Hann bætti sig á hverju tímabili. Hann hefur skorað tíu mörk á hálfu tímabili og er ekki einu sinni framherji," sagði Iraola.

„Það eru ekki bara tölurnar sem hann skilar heldur margt annað, líkamlegt ástand, boltarnir í loftinu og varnarleikurinn. Hans verður sárt saknað saknað."
Athugasemdir
banner
banner