Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 12:41
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Aleksandar Linta tekur við ÍBV
Aleksandar Linta verður næsti þjálfari ÍBV samkvæmt heimildum mbl.is.
Aleksandar Linta verður næsti þjálfari ÍBV samkvæmt heimildum mbl.is.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aleksandar Linta verður næsti þjálfari ÍBV en Eyjamenn hafa verið í þjálfaraleit síðan Þorlákur Árnason sagði óvænt upp störfum fyrir áramót.

Linta er fimmtugur Serbi sem lék hér á landi. Frá því er greint á mbl.is að hann verði næsti þjálfari ÍBV samkvæmt heimildum.

Linta bjó í fimmtán ár á Íslandi og kom fyrst hingað árið 1997 til að spila með liði ÍA. Hann spilaði síðar með Skallagrími, Víkingi Ólafsvík, KA, Þór og Grundarfirði þar sem þjálfaraferill hans hófst 2012.

Hann hefur undanfarin ár þjálfað í Serbíu, meðal annars sem þjálfari undir 19 ára landsliðs Serba og var síðast hjá unglingaliðum Rauðu Stjörnunnar.

Fótbolti.net heimsótti hann til Serbíu 2022 og Hafliði Breiðfjörð tók við hann ítarlegt viðtal. Hann stýrði þá FK Vozdovac. Hann hefur einnig stýrt Olimpija Ljubljana og fleiri liðum.

Í umræddu viðtali var Linta spurður að því hverjum hann hefði lært mest af á þessum fimmtán árum sem hann var á Íslandi.

„Ég er maður sem læri af öllum, þó ég sé að ganga eftir götu og sjái ruslamanninn gera eitthvað þá gæti ég lært af honum. Ég nýti mér margt sem ég lærði af Lárusi Orra, Óla Þórðar og Ejub Puricevic. Þeir hafa allir kennt mér eitthvað og ég tek svo saman púslin og set þau saman," sagði Linta.

Áður hafði ÍBV reynt að fá Túfa og síðan Aron Baldvin Þórðarson til að taka við liðinu en fór að horfa út fyrir landsteinana þegar það gekk ekki eftir. ÍBV hafnaði í níunda sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner