Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
banner
   mið 07. janúar 2026 18:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rosenior: Get ekki beðið
Mynd: EPA
Liam Rosenior, nýráðinn stjóri Chelsea, mun fylgjast með liðinu úr stúkunni í kvöld þegar liðið mætir Fulham á Craven Cottage.

Fyrsta æfingin undir hans stjórn verður á morgun og hann stýrir liðinu í fyrsta sinn gegn Charlton í enska bikarnum á laugardaginn. Calum McFarlane, þjálfari U21 liðs Chelsea, stýrir liðinu í kvöld.

„Ég get ekki beðið. Sem ungur maður hef ég alltaf viljað verða þjálfari og ég hef talað mikið um það. Það er frábært að þetta tækifæri komi upp á þessu stigi ferils míns en ég einbeiti mér ekki að því að vera knattspyrnustjóri Chelsea, heldur að vinna leiki sem knattspyrnustjóri Chelsea," sagði Rosenior við Sky Sports.

„Þetta eru skilaboðin sem ég gaf leikmönnunum í gær þegar ég hitti þá í fyrsta skipti. Við þurfum að byrja strax það sem eftir er tímabilsins.“
Athugasemdir
banner
banner