Kristrún Ýr Holm er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir Þróttar. Hún kemur frá Keflavík þar sem hún hefur verið fyrirliði.
Það var ljóst eftir síðasta tímabil að Kristrún yrði ekki áfram hjá Keflavík og er hún á leið í Laugardalinn.
Það var ljóst eftir síðasta tímabil að Kristrún yrði ekki áfram hjá Keflavík og er hún á leið í Laugardalinn.
Kristrún Ýr, sem er fædd árið 1995, hefur leikið allan sinn feril með Keflavík og á alls að baki 273 KSÍ leiki og þrettán mörk.
Þróttur endaði í 3. sæti í Bestu deildinni og ætlar sér að vera aftur í toppbaráttunni á næsta tímabili. Jóhann Kristinn Gunnarsson tók við sem þjálfari liðsins eftir að síðasta tímabili lauk. Fyrr í vetur krækti Þróttur í Björgu Gunnlaugsdóttur frá FHL.
Athugasemdir



