Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fim 08. janúar 2026 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Slot óttast það versta - „Ekki hrifinn af þessu“
Mynd: EPA
Conor Bradley var borinn af velli á sjúkrabörum
Conor Bradley var borinn af velli á sjúkrabörum
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með hegðun Gabriel Martinelli undir lok leiks í markalausa jafnteflinu gegn Arsenal í kvöld.

Slot hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn toppliðinu en taldi það gera nóg til þess að sækja sigurinn á erfiðum útivelli.

„Í fyrri hálfleiknum spiluðu þeir mest megni á okkar vallarhelmingi sem skapaði augnablik úr fyrirgjöfum en þó engin hættuleg færi. Í seinni hálfleik var þetta andstæðan þar sem við vorum meira með boltann nánast allan hálfleikinn.“

„Það eina sem vantaði kannski frá mínu liði er að skapa fleiri færi þegar við vorum svona mikið með boltann. Ég er samt mjög jákvæður með að við höfum skilað svona frammistöðu gegn liði eins og Arsenal sem er á miklu skriði.“

„Við sýndum nokkra kafla í fyrri hálfleiknum og sýndum hvað við erum góðir með boltann, en við héldum áfram að gera það í seinni hálfleik og náðum að halda þeim við teiginn þegar við náðum aftur í boltann.“

„Jafnvel í fyrri hálfleiknum fengum við líklega okkar besta færi eftir að hafa átt tuttugu sendingar í röð þannig ég sá margt gott við fyrri hálfleikinn.

„Mér fannst við verjast betur í seinni hálfleik og þurftum bara að laga 1-2 atriði. Við þurftum endalaust að verjast þrír á móti tveimur, en svona þegar allt kemur til alls er maður kannski svolítið vonsvikinn að hafa ekki unnið. Frammistaðan var samt góð.“

„Ég hef sagt það 150 sinnum að við erum mjög gott lið þegar við erum að spila gegn ákveðnum leikstíl og svo erum við í basli gegn liðum sem eru með annan leikstíl. Þú gast kannski séð það í dag en allir eru samt mjög jákvæðir með hvað við náðum að halda boltanum á löngum köflum, en samt vorum við í vandræðum með að skapa færi gegn lágvörn Arsenal.“

„Það er eitthvað sem við mættum lagfæra og líklega er það ein af ástæðunum fyrir að við erum svona mörgum stigum á eftir þeim.“

„Ég óttast það versta hjá Conor Bradley. Ef að okkar maður liggur í grasinu þá ætti fólk að vita það að í hundrað skiptum af hundrað er eitthvað að leikmanninum. Þannig maður er ekki hrifinn af því að sjá einhvern færa leikmanninn þegar hann gæti mögulega verið meiddur,“
sagði Slot.
Athugasemdir
banner