Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
banner
   mið 07. janúar 2026 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus flýgur til Noregs í byrjun næstu viku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðræður KR og Kristiansund um kaup norska félagsins á Júlíusi Mar Júlíussyni eru vel á veg komnar. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Júlíus yrði að öllum líkindum leikmaður norska félagsins innan skamms tíma.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er stefnt að því að Júlíus haldi til Noregs á sunnudag.

Síðasta tímabil var það fyrsta hjá Júlíusi, sem er 21 árs miðvörður, í efstu deild. Hann kom við sögu í 16 leikjum í Bestu deildinni og bar fyrirliðabandið í nokkrum þeirra. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá U21 landsliðsmanninum á tímabilinu og hann kláraði svo tímabilið á bekknum.

Kristiansund er í norsku úrvalsdeildinni, liðið endaði í 13. sæti í fyrra og krækti í síðasta mánuði í Hrannar Snæ Magnússon frá Aftureldingu. Hilmir Rafn Mikaelsson lék með Kristiansund tímabilið 2024 og Brynjólfur Andersen Willumsson var leikmaður félagsins á árunum 2021-24.
Athugasemdir
banner
banner