Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
banner
   fim 08. janúar 2026 16:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Július Mar til Kristiansund (Staðfest) - „Getur þróast í alvöru prófíl í Eliteserien"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Mar Júlíusson hefur verið keyptur til norska félagsins Kristiansund frá KR. Júlíus mun því leika í norsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. Júlíus heldur til Noregs í næstu viku.

Hann er 21 árs miðvörður sem keyptur var til KR fyrir rúmu ári frá uppeldisfélaginu Fjölni. Hann spilaði alls 25 leiki fyrir KR og var varafyrirliði liðsins. Hann lék 16 leiki í Bestu deildinni á liðnu tímabili og bar fyrirliðabandið í nokkrum þeirra.

Hann er U21 landsliðsmaður, hefur spilað þrjá leiki fyrir U19 og þrjá fyrir U21.

„Knattspyrnufélag Reykjavíkur þakkar Júlíusi Mar fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum góðs gengis í nýju og spennandi verkefni!" segir í tilkynningu KR.

Hjá Kristiansund, sem endaði í 13. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, hittir Júlíus fyrir Hrannar Snæ Magnússon sem samdi við norska félagið í síðasta mánuði eftir að hafa spilað frábærlega með Aftureldingu í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

„Hann er mikill íþróttamaður, býr yfir góðum hraða og er góður með boltann. Hann er góður sendingarmaður, agressífur leikmaður sem er fórnfús og harður í návígum. Hann er leiðtogi sem getur þróast í alvöru prófíl í Eliteserien (norsku úrvalsdeildinni). Hann er líka frábær strákur og virðist því vera alvöru KBK leikmaður," segir Leo Totev hjá Kristiansund sem hefur fylgst með Júlíusi.
Athugasemdir
banner
banner