Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hringdi í Mata áður en hann fékk Lindelöf
Mynd: Aston Villa
Unai Emery, stjóri Aston Villa, segir að hann hafi rætt við Juan Manuel Mata um fyrrum liðsfélaga sinn, Victor Lindelöf, áður en hann fékk þann síðarnefnda til sín á frjálsri sölu í sumar.

Mata og Lindelöf spiluðu saman hjá Man Utd á sínum tíma en Emery vildi fá að vita hvernig manneskju Lindelöf hafði að geyma og hvernig leikmaður hann væri.

Lindelöf gekk til liðs við Aston Villa á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar en hann hefur spilað í undanförnum leikjum þar sem hann hefur verið að leysa Pau Torres og Tyrone Mings af hólmi.

„Ég hringdi í Juan Mata sem var liðsfélagi hans hjá Man Utd fyrir þremur til fjórum árum. Ég þjálfaði Mata á Spáni, hann er frábær og snjall maður," sagði Emery.

„Ég hringdi í hann út af möguleikanum á að fá Lindelöf. Ég spurðu út í hann sem leikmann, manneskju og hans skuldbindingu. Við sjáum allt sem hann sagði. Frábær einstaklingur og fagmaður."
Athugasemdir
banner
banner