Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fim 08. janúar 2026 16:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal tilbúið að blanda sér í baráttu um Guehi
Mynd: EPA
Mirror segir að Arsenal sé tilbúið að blanda sér í baráttuna um Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace.

Manchester City er talið líklegast til að næla í enska landsliðsmiðvörðinn þar sem félagið sé tilbúið að kaupa hann núna í janúarglugganum.

Samningur Guehi rennur út í sumar og mörg af stærstu félögum Evrópu hafa áhuga á honum; Liverpool og Bayern München þar á meðal.

Arsenal er sagt hafa mikinn áhuga á Guehi en ljóst er að þarf ansi gott tilboð til að fá Palace til að selja leikmanninn núna í janúar.

Guehi hjálpaði Palace að enda í tólfta sæti á síðasta tímabili og vinna FA-bikarinn. Liðið vann Samfélagsskjöldinn í ágúst og er núna í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá er liðið komið í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner