Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skagamenn mjög heitir fyrir Rafael Mána - Tveir aðrir orðaðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafael Máni Þrastarson, leikmaður Fjölnis, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net ofarlega á óskalista ÍA. Þetta kom fram í Kjaftæðinu í gærkvöldi.

Rafael Máni er fæddur árið 2007 og hefur verið undir smásjá ÍA í talsverðan tíma. Í íslenska slúðurpakkanum síðasta haust var hann orðaður við ÍA og þar sagt að Fjölnir vilji fá 12 milljónir króna fyrir leikmanninn.

Rafael er sóknarmaður sem hefur skorað sex mörk í tuttugu leikjum í Lengjudeildinni og skoraði tólf mörk í fimmtán leikjum í 3. deildinni með Vængjum Júpíters sumarið 2024. Hann á að baki einn leik fyrir U19.

Í Kjaftæðinu var líka sagt frá því að ÍA væri að skoða Hlyn Þórhallsson sem er tvítugur og spilar sem miðvörður hjá Þrótti.

Að lokum var Atli Þór Jónasson, framherji Víkings, orðaður við ÍA. Hann hefur síðustu daga verið orðaður við Fram á láni. Atli er 23 ára hávaxinn framherji sem Víkingur keypti frá HK fyrir um ári síðan.
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Athugasemdir
banner
banner